Þórarinn Ingi vill sölu á öli/áfengi í minni brugghúsum

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar vill að smærri áfengisframleiðendur eins og t.d. brugghús á landsbyggðinni hafi heimild til smásölu á öli/áfengi á staðnum. Jafnframt verði þessum brugghúsum gefin afsláttur af áfengisgjöldum.

Lesa meira

Vinna við bráðavarnagarða gengur vel

Búið er að setja upp bráðavarnagarða ofan við Múla á Seyðisfirði og að mestu ofan við Botnahlíð. Bráðavarnagarðar við Nautaklauf klárast í vikunni.

Lesa meira

Norðmenn fá yfir 50% af þegar úthlutuðum loðnukvóta

Norðmenn fá yfir helming af þegar úthlutuðum loðnukvóta eða rúm 33.000 tonn af 61 þúsund tonna úthlutun. Hinsvegar er þetta endanlegt magn til Norðmanna og ekkert bætist við þótt kvótinn verði aukinn nú í vikunni eða síðar.


Lesa meira

Áframhaldandi aðgæsla skilar að lokum meira frjálsræði

Enginn er með virkt Covid-19 smit né í sóttkví á Austurlandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til að sýna áfram aðgæslu því góður árangur leiði að lokum til frjálsræðis.

Lesa meira

Kröfur aukast um bætta vegþjónustu yfir Öxi

„Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur beint því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka upp viðræður við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um bætta vegþjónustu á vetrum yfir Öxi umfram þá reglu sem í gildi er.“


Lesa meira

Ekki heimilt að búa í húsunum við Stöðvarlæk

Ekki verður heimilt að búa í húsum sem eftir standa við Stöðvarlæk, utan við stóru skriðuna sem féll á Seyðisfjörð 18. desember síðastliðinn. Ekki er talið að hægt sé að verja byggðina þar fyrir stærri skriðum.

Lesa meira

Um 200 manns sáu Fullkomið brúðkaup

Alls komu um 200 manns að sjá leikritið Fullkomið brúðkaup á Iðavöllum í síðustu viku. Lokasýningin var í gærkvöld og var uppselt á hana.

Lesa meira

Mast boðar breytingar hjá Fiskeldi Austfjarða

Matvælastofnun (Mast) hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði. Tillaga byggir á tilkynningu Fiskeldis Austfjarða frá 2020 og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Fáskrúðsfirði.


Lesa meira

Fyrsta loðnulöndunin í þrjú ár

Um helgina landaði grænlenska skipið Polar Amaroq tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði. Starfsmenn Tandrabergs ehf. hófu löndunina snemma um morguninn og lauk henni um kvöldið. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár.
 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.