Hreindýrakvótinn minnkar frá því í fyrra

Heimilt er að veiða allt að 1220 hreindýr í ár, 701 kýr og 519 tarfa. Þetta er aðeins minni fjöldi en í fyrra þegar samtals mátti veiða 1325 hreindýr


Þetta kemur fram í auglýsingu um hreindýrakvóta ársins á vefsíðu Umhverfisstofnunnar en það er umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem ákveður kvótann.

Á vefsíðu Umhverfisstofnunnar segir að fyrrgreindur fjöldi er með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum. Samkvæmt gjaldskrá er veiðigjaldið kr. 150.000 fyrir tarf og kr. 86.000 fyrir kú. Veiðigjaldið greiðist eigi síðar en 15. apríl.

Veiðitími tarfa er frá 15. júlí til og með 15. september. Á tímabilinu 15. júlí til 1. ágúst er veiði á törfum einungis heimiluð að því tilskildu að þeir séu ekki í fylgd með kúm og að veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit.

Veiðitími kúa er frá 1. ágúst til og með 20. september. Þeim eindregnu tilmælum er beint til veiðimanna að fyrstu tvær vikur veiðitíma skulu veiðimenn og leiðsögumenn í lengstu lög forðast að fella mjólkandi kýr og veiða af fremsta megni geldar kýr. Þessum tilmælum er ætlað að draga úr áhrifum veiða á kálfa og stuðla að því að kálfar verði ekki móðurlausir fyrir 12 vikna aldur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.