Ferðagjöfin fremur lítið notuð á Austurlandi

Ferðagjöfin sem komið var á laggirnar í fyrra var fremur lítið notuð á Austurlandi miðað við landið í heild. Samtals voru ferðagjafir að upphæð 28 milljónir kr. notaðar á Austurlandi en á landinu í heild nemur upphæðin 761 milljón kr.


Þetta kemur fram á vefsíðunni mælaborð ferðaþjónustunnar. Þar segir að ferðagjöfin, 5000 kr. per einstakling, hafi verið mest notuð á höfuðborgarsvæðinu eða samtals 278 milljónir kr. Austurland er í þriðja neðsta sæti á lista yfir notaðar ferðagjafir. Þær voru langminnst notaðar á Norðurlandi vestra (15 milljónir kr.) og Vestfjörðum (14 milljónir kr.) Á eftir höfuðborgarsvæðinu kemur Suðurland með 115 milljónir kr.

Alls voru ferðagjafir að upphæð 975 milljónir kr. sendar landsmönnum síðasta sumar og á því eftir að nota 214 milljónir kr. Ferðagjöfin átti að falla úr gildi um síðustu mánaðarmót en þá var ákveðið að framlengja líf hennar fram til 31. maí n.k.

Af einstökum ferðamannastöðum á Austurlandi var ferðagjöfin langmest notuð hjá  Vök Baths eða fyrir um 9 milljónum kr. síðasta sumar. Þetta er tæplega þriðjungur af öllum notuðum ferðagjöfum á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.