Vinna við varnargarða tefst vegna bleytu

Hreinsunarstarf gengur vel á Seyðisfirði. Sökum úrkomu um helgina var ekki unnið við varnargarða í gærdag og heldur ekki í dag. Tækin sem verið er að nota eru stór og þung og því vinnst illa undan þeim á meðan jarðvegurinn er svona blautur.

Lesa meira

Beitir og Börkur í samstarfi á loðnumiðunum

Síldarvinnsluskipin Beitir og Börkur eru komin á loðnumiðin. Samkomulag hefur verið gert við áhafnir skipana um samstarf við veiðarnar þannig að loðnan komi sem ferskust í land.

Lesa meira

Heitavatnslaust á Eskifirði í nótt

Heitavatnslaust verður í húsum utan við Grjótá á Eskifirði aðfaranótt þriðjudagsins 16. febrúar vegna vinnu við stofnlögn.

Lesa meira

Hús rýmd á tveimur reitum á Seyðisfirði

Vegna snjóflóðahættu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið rýmingu á reitum 4 og 6 á Seyðisfirði samkvæmt meðfylgjandi snjóflóðarýmingarkorti. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld.

Lesa meira

Fjarðabyggð vill rífa Rauðu braggana þótt Minjastofnun vilji vernda

Nefndir Fjarðabyggðar vilja ekki að sveitarfélagið hviki frá áður útgefnu leyfi til að rífa húsin að Strandgötu 98b á Eskifirði, betur þekkt sem Rauðu braggarnir þar sem harðfiskverkun Sporðs var áður til húsa. Minjastofnun vildi að áformin yrðu endurskoðuð þar sem hún eru bæði hluti af atvinnusögu bæjarins og hafa tilfinningalegt gildi fyrir bæjarbúa.

Lesa meira

Skriða í Landsenda

Skriða féll í nótt við Landsenda, þar sem komið er út úr Njarðvíkurskriðum á leið til Borgarfjarðar eystra, og lokaði veginum þar um tíma í morgun.

Lesa meira

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga haldinn í dag

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga verður haldinn í dag og hefst hann kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings.

Lesa meira

Óbreytt staða, sérfræðingar funda kl. 18.00

Staðan er óbreytt á Austurlandi hvað óvissustigið varðar. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Annar fundur er áformaður kl. 18.00

 

Lesa meira

Nokkuð stórt snjóflóð úr Sörlagili

Nokkuð stórt snjóflóð féll úr Sörlagili, rétt við munna Norðfjarðarganga í Fannardal, eftir klukkan níu í morgun. Krapaflóð hrifsaði með sér heyrúllur við bæinn Hjarðarhlíð innst í Skriðdal í nótt.

Lesa meira

Vopnafjörður keyrir enn á varaafli

Ekki hefur enn tekist að gera við bilun á Vopnafjarðalínu og því enn keyrt á varaafli. Reikna má með að sú staða haldist í allan dag.

Lesa meira

Rýmingu á Seyðisfirði aflétt

Rýmingu á Seyðisfirði hefur verið aflétt og hættustigi aflýst.. Seint í nótt stytti upp og verður úrkomulítið á Austurlandi en suðaustanlands verður einhver úrkoma. Áfram verður hlýtt og leysing.

Lesa meira

Fjarðarheiði er lokuð

Lokað er á Fjarðarheiði en ófært á Vatnsskarði eystra og beðið með mokstur vegna veðurs.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.