Skriða í Landsenda

Skriða féll í nótt við Landsenda, þar sem komið er út úr Njarðvíkurskriðum á leið til Borgarfjarðar eystra, og lokaði veginum þar um tíma í morgun.

Eyþór Stefánsson, íbúi á Borgarfirði, áætlar að skriðan hafi skilið eftir sig 3-4 metra breitt sár í fjallinu. Hún bar með sér talsvert af grjóti niður á veginn.

Þá var einnig nokkuð um að grjót hefði fallið á veginn um skriðurnar sjálfar.

Mesta úrkoma á landinu í gær var á Borgarfirði, alls 133 mm. Eyþór lýsir því að þar hafi varla hundi verið útsigandi í gær, hávaða rok og mikil rigning.

Mynd: Eyþór Stefánsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.