Hús rýmd á tveimur reitum á Seyðisfirði

Vegna snjóflóðahættu hefur Veðurstofa Íslands ákveðið rýmingu á reitum 4 og 6 á Seyðisfirði samkvæmt meðfylgjandi snjóflóðarýmingarkorti. Rýming tekur gildi klukkan 21:00 í kvöld.

Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar. Þar segir að íbúar á þessum svæðum tveimur hafa þegar verið upplýstir. Um er að ræða sjö einstaklinga í þremur húsum.

Ekki er gert ráð fyrir frekari rýmingu að svo stöddu. Vel er þó fylgst með sem fyrr hjá Veðurstofu. Tilkynningar munu sendar komi til frekari ráðstafana.

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar sem staðsett er á Reyðarfirði mun fljótlega færa sig yfir til Seyðisfjarðar. Um öryggisráðstöfun er að ræða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.