Rýmingu á Seyðisfirði aflétt

Rýmingu á Seyðisfirði hefur verið aflétt og hættustigi aflýst.. Seint í nótt stytti upp og verður úrkomulítið á Austurlandi en suðaustanlands verður einhver úrkoma. Áfram verður hlýtt og leysing.

Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Þar segir að í gær féll vott snjóflóð á þjóðveg 1 úr Grænafelli í Reyðarfirði og lokaði veginum. Þá féll vott snjóflóð í Seyðisfirði utan þéttbýlis. Krapaflóð féllu í Öræfasveit, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði.

Háspennulína skemmdist innan við Teigarhorn í aurskriðu í gærkvöldi. Viðbúið er að fleiri flóð hafi fallið austan- og suðaustan lands sem koma í ljós þegar birtir í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.