Óbreytt staða, sérfræðingar funda kl. 18.00

Staðan er óbreytt á Austurlandi hvað óvissustigið varðar. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Annar fundur er áformaður kl. 18.00

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Veðurspá á svæðinu gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega uppá fjallatoppa.

"Eins og staðan er núna er ekki talin þörf á frekari aðgerðum," segir í tilkynningunni.


"Vel er fylgst með aðstæðum á svæðinu og munu sérfræðingar á ofanflóðavakt funda aftur klukkan 18:00 þar sem staðan er endurmetin."

Mynd: Lögreglan á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.