Skúli gefur kost á sér í prófkjöri Pírata

Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri á Hallormsstað, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í lok september.

Lesa meira

Rétt að fara hægt í tilslakanir

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir íbúa fjórðungsins sem fyrr til dáða í baráttunni við Covid-19 veiruna. Staðan sé góð og framundan frekari tilslakanir ef staðan helst þannig.

Lesa meira

Glóð opnar fyrir rómantískan konudag

Veitingastaðurinn Glóð á Egilsstöðum mun hafa opið á laugardag- og sunnudagskvöld í tilefni konudagsins í ár. Boðið er upp á veglegan kvöldverð. Um er að ræða einstaka opnun en stefnt er að því að opna Glóð að fullu aftur í apríl eða fyrr.

Lesa meira

Undirbúa nýjan veitustokk fyrir Búðará

Í undirbúningi er að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið. Þar er hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina.  

Lesa meira

Mikil þörf á endurnýjun flugvalla

Mikil uppsöfnuð þörf er orðin á viðhaldi flugvalla hérlendis. Þörf er á talsverðum framkvæmdum við völlinn á Egilsstöðum til að hann uppfylli Evrópureglur og geti sinnt hlutverki sínu sem varaflugvöllur fyrir Keflavík.

Lesa meira

Lýsa yfir stuðningi við VG þrátt fyrir vonbrigði í forvali

Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og varaþingmaður flokksins kveðst hafa upplifað algjöra höfnun í forvali flokksins í Norðausturkjördæmi. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, hefur ákveðið að taka annað sætið. Aðrir senda þakkir fyrir stuðninginn.

Lesa meira

Börkur með 1100 tonn, hrognafyllingin komin í 17%

Börkur NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 1100 tonn af loðnu. Hrognafyllingin var 17% í þessari loðnu sem telja verður mjög gott. Eins og kunnugt er af fréttum er lágmarkskrafan 13% fyrir japönsku kaupendurnar.

Lesa meira

Góðar líkur á að Vopnafjarðarlína komist í gagnið í dag

Góðar líkur eru á að Vopnafjarðarlína komist í gagnið seinnipartinn í dag og þar með rafmagn til Vopnafjarðar. Varaaflstöð bæjarins hefur séð íbúum og fyrirtækjum fyrir rafmagni frá aðfararnótt sunnudagsins.


Lesa meira

Hættustigi og rýmingu aflétt á Seyðisfirði

Hættustigi og þar með rýmingu vegna hættu á ofanflóðum á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Óvissustigi á Austurlandi hefur einnig verið aflétt. Hlíðin í sunnanverðum firðinum þoldi álag síðustu daga vel og úr þeim hefur fengist dýrmæt reynsla.

Lesa meira

Landsbankinn flytur á Djúpavogi

Afgreiðsla Landsbankans á Djúpavogi hefur tekið til starfa í verslunar- og þjónustukjarnanum að Búlandi 1.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.