Hálfur mánuður í endurskoðað hættumat

Vonast er til að hægt verði að kynna endurskoðað hættumat fyrir svæðið utan við Búðará á Seyðisfirði eftir 2-3 vikur. Byrjað er að kanna áhrif bráðabirgðavarna í tölvulíkönum.

Lesa meira

Glæpatíðnin er lægst á Austurlandi

Fjöldi hegningarlagabrot á landinu er hlutfallslega lægstur á Austurlandi. Þetta kemur fram í yfirliti frá Ríkislögreglustjóra um fjölda skráðra afbrota á landsvísu hjá lögreglunni fyrir árið 2020.


Lesa meira

Ljúka hreinsun við Tækniminjasafnið í vikunni

Stefnt er að því að ljúka hreinsun við Tækniminjasafnið á Seyðisfirði í þessari viku. Þetta er eitt af verkefnum í skipulagi vikunnar hvað varðar hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.

Lesa meira

Mikilvægt að fækka botnlöngum í raforkukerfinu

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir rafmagnsleysi á Vopnafirði í síðustu viku sýna að mikilvægt sé að treysta innviði raforkukerfisins. Til stendur að setja Vopnafjarðarlínu í jörð í sumar.

Lesa meira

Sækja um framkvæmdaleyfi fyrir Vopnafjarðarlínu í vikunni

Landsnets stefnir á að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir að leggja hluta Vopnafjarðarlínu 1 í jörð í vikunni. Stefnt er á að strengurinn verði tilbúinn í haust. Keyrt var á varaafli þar í á fjórða sólarhring í síðustu viku vegna bilunar á línunni.

Lesa meira

Hellisheiðin einn erfiðasti leggurinn í dreifikerfi Landsnets

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í síðustu viku starfsmenn Landsnets til viðgerða á Vopnafjarðarlínu 1, sem liggur frá Lagarfossvirkjun til Vopnafjarðar. Áður höfðu línumennirnir horft á snjóflóð falla skammt frá sér þegar þeir voru á leið til bilanaleitar. Verkstjóri segir aðstæður á línuleiðinni afar erfiðar. Til stendur að leggja línuna í jörð í sumar.

Lesa meira

Endurhæfingarteymi sett á fót hjá HSA

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur sett á fót þverfaglegt endurhæfingarteymi sem mun styðja við og efla endurhæfingu fyrir íbúa á Austurlandi.

Lesa meira

Herþotur við æfingar á Egilsstöðum næstu tíu daga

Flugsveit frá norska flughernum verður við æfingar á Egilsstöðum af og til næstu tíu daga, eftir því sem veður leyfir. Búast má við nokkrum hávaða á svæðinu þegar þoturnar verða á ferðinni.

Lesa meira

Fundu hundruða þúsunda tonna loðnutorfu

„Við komum hérna í svakalega torfu. Hún er tæpar fimm sjómílur á lengd og þétt. Hún er frá kili og niður undir botn. Hér er sko alvöru vertíðarganga á ferðinni. Þetta hljóta að vera nokkur hundruð þúsund tonn,“ segir Geir Zoëga skipstjóri á grænlenska uppsjávarskipinu Polar Amaroq í samtali á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Lesa meira

Rúnar gefur kost á sér hjá Pírötum

Rúnar Gunnarsson, yfirhafnarvörður á Seyðisfirði og fulltrúi í heimastjórn, hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.