Áfram samdráttur í umferð á Austurlandi

Umferðin um hringveginn á Austurlandi dróst saman um 7,6% á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Aðeins á Suðurlandi var samdrátturinn meiri eða 10,5%. Á landsvísu stóð umferðin í stað milli ára í þessum mánuðum. Á landsvísu í heild nam samdrátturinn 2,7%.


Lesa meira

Vinnsla á loðnuhrognum gengur vel

„Hún fer vel af stað og allur búnaður hefur reynst vera í besta lagi og virkar vel en hann hefur ekki verið notaður í þrjú ár.“ segir Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað um upphafi vinnslu á loðnuhrognum.


Lesa meira

Rúm 9% Austfirðinga hafa fengið bólusetningu

Ríflega 9% Austfirðinga hafa annað hvort hafið bólusetningu við Covid-19 veirunni eða lokið henni að fullu. Ekkert er bólusett í þessari viku en um 300 skammtar eru væntanlegur austur í næstu viku.

Lesa meira

HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl næstkomandi. Á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir 20 íbúa. Forstjóri HSA segir að stofnunin muni leggja metnað sinn í að tryggja íbúunum áframhaldandi góða þjónustu og leggur áherslu á að hagsmunir þeirra verði hafðir í forgrunni.

Lesa meira

Endinn á hreinsunarstarfi í augsýn á Seyðisfirði

Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn á Seyðisfirði er komin vel áleiðis. Þar með fer að sjá fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi þó enn sé mikið eftir í uppbyggingu og lagfæringum.


Lesa meira

Hundasvæði vísað til heimastjórnar

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt fyrir sitt leyti staðsetningu á fyrirhuguðu hundasvæði á Egilsstöðum. Ráðið vísaði málinu jafnframt til heimastjórrnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu.


Lesa meira

Fjarðabyggð tilkynnt um breytt fyrirkomulag hjúkrunarheimila

Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur um næstu mánaðamót við rekstri hjúkrunarheimilanna á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Fjarðabyggð hefur rekið heimilin undanfarin ár en sagði rekstrarsamningum við ríkið upp síðasta sumar vegna viðvarandi hallareksturs.

Lesa meira

Segir daggjöldin vart duga fyrir launum starfsfólks hjúkrunarheimila

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður Norðausturkjördæmis, segir ríkisstjórnina hafa vanfjármagnað hjúkrunarheimili landsins árum saman. Fjarðabyggð er meðal þeirra sveitarfélaga sem sagt hafa upp þjónustusamningi sínum við ríkið.

Lesa meira

Kosningaaldur lækki fyrst á sveitarstjórnarstigi

Ungmennaráði Múlaþings þykir eðlilegra að byrjað yrði á að lækka kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga áður en breytingar yrðu gerðar á kosningaaldri til alþingiskosninga.

Lesa meira

Fyrsta hrognaloðnan á leið til Neskaupstaðar

Beitir NK er á leið til Neskaupstaðar með rúmlega 2000 tonn af hrognaloðnu og er væntanlegur í kvöld. Þar með mun hrognavinnsla hefjast í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Lesa meira

Ævintýraleg ásókn í sumarhús AFLs um páskana

Alls voru 220 umsóknir um 19 sumarhús sem AFL Starfsgreinafélag hefur til ráðstöfunar um páskana.  Þetta eru margfalt fleiri umsóknir en síðustu ár og fyrir páskana í fyrra komu 67 umsóknir í allt.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.