Air Iceland Connect heyrir sögunni til

Air Iceland Connect mun heyra sögunni til frá og með næsta þriðjudegi 16. mars. Starfsemi félagsins verður sameinuð Icelandair og rekin undir því vörumerki. Þetta mun ekki hafa áhrif á flug félagsins til Egilsstaðaflugvallar og annara flugvalla innanlands sem Air Iceland Connect hefur þjónað.

Lesa meira

Tyrkneskir tónleikar á Vopnafirði í kvöld

Tónlistarmaðurinn Þór Arnarsson mun halda tónleika í Miklagarði á Vopnafirði í kvöld. Þar mun hann leika á tyrkneska strengjahljóðfærið Baglana. Þór segir að mikil samsvörun sé milli fornrar íslenskrar og arabískrar tónlistar.


Lesa meira

Austurland annað tveggja svæða með engan í sóttkví

Austurland og Norðurland vestra eru einu landshlutarnir á Íslandi þar sem enginn er í sóttkví vegna Covid-19 smits. Fólki í sóttkví fjölgaði verulega um helgina eftir að smit greindist á höfuðborgarsvæðinu.

Lesa meira

Tafir á auglýsingum um hreindýraveiðikvóta valda óþægindum

Leiðsögumenn með hreindýraveiðum eru ósáttir við hve seint hreindýraveiðikvóti undanfarinna þriggja ára hefur verið tilkynntur. Þeir hefðu frekar kosið að honum yrði flýtt. Umræða um veiðar á hreinkúm hafa flækt málin síðustu ár.

Lesa meira

Gerðu upp 64 ára gamlan Deutz frá grunni

Svanur Hallbjörnsson eigandi Verkstæðis Svans og starfsmenn hans á Egilsstöðum hafa lokið við að gera 64 ára gamlan Deutz traktor frá grunni. Verkið var unnið að beiði Sigmars Jóhannssonar og mun traktorinn prýða búminjasafn hans í Lindabæ í Skagafirði.

Lesa meira

Kristján Már með beina útsendingu frá Beiti NK

Fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson og myndatökumaðurinn Sigurjón Ólason frá Stöð 2 fóru með loðnuskipinu Beiti NK í veiðiferð um helgina. Efni úr veiðiferðinni hefur þegar birst í fréttum og meðal annars var sent beint út frá miðunum.


Lesa meira

Vinna tvöfalt meiri lax en í fyrra

Slátrun og vinnsla á laxi hjá Búlandstindi hefur vaxið hratt frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2015. Fyrirtækið áformar um að taka í notkun umbúðaframleiðslu síðar á þessu ári en við hana skapast fimm ný störf.

Lesa meira

Sýnir og segir frá lífinu bakvið tjöldin hjá Hatara í Eurovision

Heimildamyndin „A Song Called Hate“ um þátttöku listahópsins Hatara í Evrópusöngvakeppninni vorið 2019 verður sýnd í Herðubíó á Seyðisfirði um helgina. Framleiðandi myndarinnar fylgdi hópnum eftir til að kanna viðbrögð og áhrif pólitískrar listar. Hún lýsir ferðalaginu sem spennuþrungnu.

Lesa meira

Vegagerðin undirbýr opnun yfir Öxi

„Við erum búnir að skoða opnun á veginum yfir Öxi en bíðum átekta þar til eftir helgina,“ segir Sveinn Sveinsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.