Fjarðarheiðin er lokuð í bili

Fjarðarheiðinni hefur verið lokað í bili og beðið er með mokstur þessa stundina. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er víða á vegum á Austurlandi.

Lesa meira

Fuglagerið yfir loðnutorfunni sást á radar

Geir Zoëga skipstjóri á Polar Amaroq segir að þegar hann var að kasta á stóra loðnutorfu undir Látrabjargi síðustu helgi hafi fuglagerið yfir torfunni verið svo þétt að það sást á radar.


Lesa meira

Samkomulag um uppbyggingu á Seyðisfirði undirritað

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samkomulag við Múlaþing um þriggja ára verkefni til að byggja upp atvinnulíf á Seyðisfirði, sem stendur frammi fyrir margþættum vanda í kjölfar hamfaranna í desember sl.


Lesa meira

Jarðsig olli bilun í vatnsveitu Vopnafjarðar

Alvarleg bilun varð í Vatns­veitu Vopna­fjarð­ar­hrepps sem olli vatnsleysi í bænum í nokkra daga. Bilunin kom upp í síðustu viku en s.l. þriðjudag fannst hún loks. Reyndist jarðsig í Svínabakkafjalli hafa brotið lögnina þannig að lítið vatn komst í gegn.

Lesa meira

Mikil reiði í garð ráðherra í Fjarðabyggð og Eyjum

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Vestmanneyjar hafa sent frá sér mjög harðorða yfirlýsingu þar sem mikil reiði kemur fram í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Ástæðan er hvernig heilbrigðisráðherrann hefur haldið á málum hvað varðar hjúkrunarheimilin í báðum sveitarfélaganna.

Lesa meira

Erfitt fyrir safnið að afla tekna meðan það er lokað

Mikil vinna er framundan við að opna Tækniminjasafn Austurlands á ný eftir skriðuföllin í desember því fara þarf í gegnum allan safnakostinn. Búið er að tæma að miklu leyfi húsin sem áður hýstu safnið.

Lesa meira

Of mikill tími fer í að labba og leita

Bætt skipulag og tiltekt í húsnæði fyrirtækja geta aukið framleiðni verulega og þar með bætt samkeppnisstöðu þeirra, segir austfirskur ráðgjafi sem hjálpað hefur fyrirtækjum víða um land við að endurskipuleggja sín mál.

Lesa meira

Heilbrigðisráðherra segist ekki geta vikið frá lögum

Birt hefur verið athugsemd á vefsíðu Stjórnarráðsins vegna yfirlýsingar tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili eins og það er orðið. Austurfrétt birti fyrr í dag yfirlýsinguna sem um ræðir. Í athugasemdinni segir m,a, að heilbrigðisráðherra geti ekki vikið frá lögum.

 

Lesa meira

Nýr vegur um Öxi í útboð í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að nýr vegur um Öxi fari í útboð í haust. Reiknað sé með að framkvæmdir við hann hefjist svo á næsta ári.

Lesa meira

Styður vetraropnun um Vatnsskarð alla daga

„Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi það að vetraropnun verði alla daga vikunnar á Borgarfjarðarvegi um Vatnskarð eystra.“


Lesa meira

Þýskir ferðamenn sýna áhuga á Austurlandi

Þjóðverjar eru fremstir í flokki þeirra þjóða sem sýna áhuga á að heimsækja Austurland á komandi mánuðum. Bretar virðast hins vegar stefna í sólina. Verkefnastjóri segir augljóst að fólki láti sig dreyma um ferðalög á meðan þau eru illmöguleg.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.