Góðar líkur á að Vopnafjarðarlína komist í gagnið í dag

Góðar líkur eru á að Vopnafjarðarlína komist í gagnið seinnipartinn í dag og þar með rafmagn til Vopnafjarðar. Varaaflstöð bæjarins hefur séð íbúum og fyrirtækjum fyrir rafmagni frá aðfararnótt sunnudagsins.


„Já það eru allar líkur á því.Það hefur verið erfitt að komast að línunni til að gera við hana en mér skilst að þetta komist í lag í dag,“ segir Sara Elísabet Svansdóttir sveitarstjóri Vopnafjarðar.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur ekki þótt óhætt að gera við línuna hingað til vegna snjóflóðahættu á því svæði sem bilunin varð. Viðgerðamenn fóru með þyrlu á staðinn í dag.

Sem fyrr segir fór rafmagnið af aðfaranótt sunnudags og varaaflstöðin var komin í gang klukkutíma síðar.

„Varaaflstöðin er 6 MW og hún getur annað öllum Vopnafirði, uppsjávarvinnslunni á litlu álagi og bræðslunni ef þeir keyra olíuketilinn í stað rafskautaketils,“ segir Sara Elísabet. „Þannig að jú hún hefur dugað.“
 
Sara Elísabet segir að sveitarfélagið sé að breyta aðalskipulaginu á þá leið að háspennulínan yfir Hellisheiði verði tekin niður að hluta og staðinn settur strengur í jörð.

„Slíkt gæti til frambúðar komið í veg fyrir bilun af þessu tagi,“ segir hún.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.