Tónlistarnemendur frá Fjarðabyggð geta sótt um styrk

Tónlistarnemendur frá Fjarðabyggð sem hyggja á frekara nám geta sótt um styrk úr Minningarsjóði Ágústar Ármanns Þorlákssonar.


Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að einnig geta einstaklingar og stofnanir innan Fjarðabyggðar sótt um til sjóðsins fyrir verkefni sem stuðla að aukinni tónlistarmenntun.

Í umsókninni þarf að koma fram stutt lýsing á verkefninu og fyrir hverja verkefnið er ætlað. Tónlistarnemar þurfa að gera grein fyrir hvaða skóla er verið að sækja, hljóðfæri og greinargóða lýsingu á náminu.

Umsóknir berist fyrir 21. febrúar á póstfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ágúst Ármann var skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar árin 1982 til 2010 og lengst af organisti Norðfjarðarkirkju og Mjóafjarðarkirkju. Hann andaðist árið 2011 en var þá tekinn við starfi forstöðumanns Kirkju- og menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar.

Í frétt á Austurfrétt um andlát Ágústs segir m.a. að hann hafi áratugum saman verið einn af lykilmönnum austfirsks tónlistarlífi. Hann var virkur kórstjórnandi, lék í danshljómsveitum og var meðal stofnenda Blús- rokk- og djassklúbbsins á Nesi (BRJÁN). Hann hlaut menningarverðlaun Sambands sveitarfélaga á Austurlandi árið 2007.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.