Hættustigi og rýmingu aflétt á Seyðisfirði

Hættustigi og þar með rýmingu vegna hættu á ofanflóðum á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Óvissustigi á Austurlandi hefur einnig verið aflétt. Hlíðin í sunnanverðum firðinum þoldi álag síðustu daga vel og úr þeim hefur fengist dýrmæt reynsla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Óvissustigi var lýst yfir á laugardagskvöld en mikið rigndi á sunnudag og svo aftur nú í nótt. Um 100 mans rýmdu heimili sín á Seyðisfirði í gær.

Þó nokkur ofanflóð féllu á sunnudag og fram á mánudag en eftir það eru engar fregnir um þau.

Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm frá því á laugardag, sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni. Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu.

Í færslu Veðurstofunnar segir að það sé góðs viti að veðrið síðustu daga hafi ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar. Þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegra rýminga á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð.

Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.