Rétt að fara hægt í tilslakanir

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir íbúa fjórðungsins sem fyrr til dáða í baráttunni við Covid-19 veiruna. Staðan sé góð og framundan frekari tilslakanir ef staðan helst þannig.

Ljóst sé þó að þær séu hægari en fólk vildi sem helgast einkum af reynslunni af fyrri tilslökunum þar sem smit breiddust út í kjölfar þeirra. Hins vegar vantar enn þekkingu í hversu miklu mæli bólusetning komi í veg fyrir að fólk beri með sér smit. Það tefur til dæmis hraðar tilslakanir á hjúkrunarheimilum.

Meira en 200 Austfirðingar ljúka í vikunni sinni bólusetningu og á þriðja hundrað hefja hana. Ekkert virkt smit er í fjórðungnum og enginn í sóttkví.

Samkomutakmarkanir hafa víða haft áhrif á öskudaginn þar sem fyrirtæki og stofnanir hafa ekki getað tekið á móti skrautklæddum sönghópum. Sum hafa þó fundið leið í kringum það, til dæmis Sesam brauðhús á Reyðarfirði sem sendi í morgun um 700 kleinuhringi í skólann í staðinn.

„Þetta er allt á réttri leið og ekki síst af því að við höfum sameinast um að fara að leiðbeiningum. Gerum það áfram og komum öll klakklaust í mark,“ segir í tilkynningu aðgerðastjórnarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.