Varaafl keyrt á Vopnafirði

Íbúar á Vopnafirði fá nú rafmagn, framleitt með varaafli vegna bilunar á Vopnafjarðarlínu. Notast hefur verið við varaaflið síðan á fimmta tímanum í nótt og verður fram eftir degi.

Lesa meira

Norðmenn að klára loðnukvóta sinn

Í morgun höfðu norsk loðnuveiðiskip veitt samtals tæplega 35 þúsund tonn af tæplega 42 þúsund tonna heildarveiðiheimildum sínum í loðnu.

Lesa meira

Þrír Japanir fylgjast grannt með loðnunni

Þrír fulltrúar japansks loðnukaupanda fylgjast grannt með loðnuvinnslunni í Neskaupstað. Þar á meðal er Takaho Kusayanagi sem venjulega er kallaður Kusa.

Lesa meira

List í ljósi á Seyðisfirði hefst í dag

Vetrarhátíðin List í ljósi 2021 hefst á Seyðisfirði í dag. Í ljósi hamfaranna sem áttu sér stað á Seyðisfirði í desember auk heimsfaraldurs mun Listi í ljósi 2021 taka á móti fyrstu sólargeislum nýs árs á aðeins öðruvísi máta en hefð gerir ráð fyrir.


Lesa meira

Veðurspáin lítur betur út

Áfram er óvissustig í gildi vegna ofanflóða á Austurlandi. Veðurspá fyrir Seyðisfjörð lítur betur út en hún gerði. Munurinn er þó ekki mikill og áfram er fylgst vel með.

Lesa meira

Austfirskir listamenn á List í ljósi

Aðeins austfirskir listamenn eiga verk á listahátíðinni List í ljósi, sem hefst á Seyðisfirði í kvöld. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir að meiri nánd muni ríkja á henni en áður.

Lesa meira

Meta hvort rýma þarf á Seyðisfirði um helgina

Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar að nýju á Seyðisfirði. Veðurspá gerir ráð fyrir hlýnandi veðri og talsverðri rigningu á Austfjörðum á sunnudag.

Lesa meira

Veðurstofan lýsir yfir óvissustigi á Austurlandi

Veðurstofa Íslands lýsir yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tekur gildi á Austurlandi kl. 20 í kvöld vegna mikillar rigningarspár næsta einn og hálfa sólarhringinn.

Lesa meira

Veita 215 milljónum króna í uppbyggingu á Seyðisfirði

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að gera samkomulag til þriggja ára við Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.