Veðurspáin lítur betur út

Áfram er óvissustig í gildi vegna ofanflóða á Austurlandi. Veðurspá fyrir Seyðisfjörð lítur betur út en hún gerði. Munurinn er þó ekki mikill og áfram er fylgst vel með.

Mesta úrkoma hingað til hefur mælst á Fáskrúðsfirði, rúmir 25 mm í nótt, rúmlega 20 mm á Eskifirði og í Neskaupstað og um 17 mm á Seyðisfirði en minni úrkoma mælist á nýja úrkomumælinum í Botnum.

Á öllum stöðum eru snjóathugunarmenn að störfum. Fylgst er með gögnum úr GPS mælum, alstöð og vatnshæðarmælum á Seyðisfirði ásamt veður og snjómælum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.