Tvær kannabisræktanir stöðvaðar á Austurlandi

Lögreglan á Austurlandi hefur á undanförnum vikum stöðvað tvær kannabisræktanir í umdæminu. Hald var lagt á nokkuð magn fíkniefna auk skotvopns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir einnig að fjármunir af ætlaðri fíkniefnasölu voru og haldlagðir.

„Tveir voru handteknir og hafa báðir játað framleiðslu á kannabis,“ segir í tilkynningunni.  
 
Í tilkynningunni minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Síminn er vaktaður og því er tryggt að upplýsingar berast fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og er þeim komið til þeirra lögregluliða sem málið varðar. Netfangið er vaktað allan sólarhringinn, líkt og fíkniefnasíminn.

Mynd: Wikipedia.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.