Talsverð úrkoma um helgina á Austfjörðum

Um helgina er spáð allhvassri eða hvassri suðaustanátt með talsverðri rigningu Austanlands, einkum á SA-landi og sunnanverðum Austfjörðum.


Þetta kemur fram á vefsíðu Veðurstofunnar. Úrkomukortið sem fylgir með þessari frétt sýnir stöðuna á hádegi á sunnudaginn samkvæmt spánni.

„Því má reikna með talsverðri hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vefsíðunni.

Eins og fram hefur komið í fréttum á að meta stöðuna á Seyðisfirði um helgina með það fyrir augum hvort rýma þurfi svæði í bænum að nýju.

„Af þessum sökum verður aukin ofanflóðavöktun um helgina og fylgst með því hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði,“ segir m.a. í frétt á Austurfrétt.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.