List í ljósi á Seyðisfirði hefst í dag

Vetrarhátíðin List í ljósi 2021 hefst á Seyðisfirði í dag. Í ljósi hamfaranna sem áttu sér stað á Seyðisfirði í desember auk heimsfaraldurs mun Listi í ljósi 2021 taka á móti fyrstu sólargeislum nýs árs á aðeins öðruvísi máta en hefð gerir ráð fyrir.


Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að listamenn, menningarstofnanir og skólar á svæðinu munu bjóða gestum og gangandi upp á einlægt listrænt framlag sem hefur það að markmiði að umvefja og gleðja dagana 12. - 14.febrúar.

„Hátíðin verður þannig framkvæmd að þeir sem vilja njóta hennar geta gert það á sínum tíma og skoðað listaverk og sýningar á eigin forsendum,“ segir á vefsíðunni.

Fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar má sjá á vefsíðunni listiljosi.com

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.