Fyrsta Japansloðnan til Fáskrúðsfjarðar

Norska loðnuskipið Steinevik kom síðustu nótt til Fáskrúðsfjarðar með 450 tonn af loðnu sem er fullþroskuð fyrir Japansmarkað.

Þetta kemur fram á vefsíðu Loðnuvinnslunnar. Þar segir einnig að loðnan var fengin í aðeins aðeins 3 tíma siglingu frá Fáskrúðsfirði.

Fram hefur komið í fréttum að íslenski loðnuflotinn sé farinn að hugsa sér til hreyfings eftir helgina. Hrognafylling loðnunar er að nálgast þau 13% mörk sem japanski markaðurinn gerir kröfu um.

Mynd: fiskebat.no

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.