Veðurstofan lýsir yfir óvissustigi á Austurlandi

Veðurstofa Íslands lýsir yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu sem tekur gildi á Austurlandi kl. 20 í kvöld vegna mikillar rigningarspár næsta einn og hálfa sólarhringinn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Þar segir að spáð er vaxandi úrkomu í SA-átt sem byrjar í kvöld sem rigning á láglendi en slydda eða snjókoma í fjöllum. Það hlýnar á morgun og gæti rignt upp í fjallatoppa í SA 13-18 m/s. Spáð er uppsafnaðri úrkomu á bilinu 100-200 mm.

"Talsverður snjór er sums staðar í fjöllum og við þessar aðstæður gætu vot snjóflóð fallið og jafnvel krapaflóð eða skriður þegar líður á veðrið. Fylgst verður með aðstæðum og metið á morgun, sunnudag, hvort grípa þurfi til ráðstafana m.a. á Seyðisfirði þar sem skriður féllu í desember. Samkvæmt veðurspá dregur hratt úr úrkomunni aðfaranótt mánudags," segir í tilkynningunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.