Foreldrar kanni hvar hægt sé að syngja fyrir sælgæti

Sóttvarnayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig hægt sé að halda upp á öskudaginn, sem er í næstu viku, á tímum Covid-19 faraldursins. Meðal annars er því beint til fyrirtækja að gefa börnum aðeins sérinnpakkað sælgæti þar sem hverjum og einn verði réttur sinn skammtur.

Lesa meira

Klára að hreinsa svæðið þar sem Breiðablik stóð

Í verkefnaáætlun fyrir Seyðisfjörð fram til 12. febrúar kemur fram að ætlunin er að klára að hreinsa svæðið þar sem Breiðablik stóð. Hreinsa á svæðið þar sem Framhúsið stóð og byrja á hreinsun í Slippnum.

Lesa meira

Traktorinn varðveittur sem táknmynd um það sem gerðist - Myndir

Fyrsta dráttarvélin, sem kom til Seyðisfjarðar, var grafin upp upp úr rústum Tækniminjasafns Austurlands síðasta föstudag. Vélin er nokkuð skemmd en til stendur að varðveita hana ásamt fleiri völdum gripum til minningar um skriðuföllin. Hús Vélsmiðju Jóhanns Hanssonar er verr farið en talið var í fyrstu.

Lesa meira

Háskólastigið mikilvægt og opnar dyr

„Staðfestingin er mikil viðurkenning og opnar dyrnar að samstarfi við aðrar menntastofnanir. Nám í Sjálfbærni og sköpun er nú á 4. hæfniþrepi sem samsvarar háskólastigi en nemendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu til að innritast.“

Lesa meira

Vilja safna 10 milljónum króna fyrir Tækniminjasafnið

„Tækniminjasafn Austurlands hefur hrundið af stað hópfjármögnun á Karolina fund sem hófst í dag, 8. febrúar og mun standa til 15. mars. Markmiðið er að safna 70.000 evrum, um 10 milljónum íslenskra króna.“

Lesa meira

Múlaþing dregur sig út úr Skólaskrifstofu Austurlands

Sveitarfélagið Múlaþing hefur samþykkt að draga sig úr úr samstarfi um Skólaskrifstofu Austurlands. Það þýðir að skrifstofan hverfur af sjónarsviðinu í núverandi mynd. Unnið er að samkomulagi um með hvaða hætti þetta verði og hvenær.

Lesa meira

Semja um byggingu 53 íbúða í Fjarðabyggð

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt rammasamning um byggingu allt að 53 íbúða í par- eða raðhúsum á Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði á næstu fimm árum.

Lesa meira

Um 90% af Fljótsdalshreppi á leið undir þjóðgarð og þjóðlendu

„Þetta er náttúrulega algerlega óboðlegt og við mótmælum þessum áformum harðlega,“ segir Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Ef frumvarp um Hálendisþjóðgarð verður að veruleika í óbreyttri mynd stefnir í að um 90% af landi hreppsins fari undir þjóðgarðinn og ríkið.


Lesa meira

Loðnu landað á ný í Neskaupstað

Um helgina hófst loðnuvinnsla á ný í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað eftir tæplega þriggja ára hlé. Á laugardagsmorgun landaði norski báturinn Fiskebas 310 tonnum og í kjölfar hans kom Slaatteröy með rúm 100 tonn. Í gærkvöldi kom síðan Sjöbris með 360 tonn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.