Líkamsrækt í boði á ný á Vopnafirði

Íbúar á Vopnafirði geta stundað líkamsrækt á ný í íþróttahúsinu en húsið var opnað fyrir líkamsrækt í upphafi vikunnar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vopnafjarðar. Þar kemur fram að ýmis skilyrði fylgja því að stunda líkamsrækt í húsinu. Þannig er nauð­syn­legt að gestir panti tíma hyggist þeir nýta sér aðstöðu í líkams­rækt.

Fram kemur að sjö gestir geta æft í einu og í hámark 60 mínútur í senn. Gestir passa að mæta þvegnir og spritt­aðir í bak og fyrir.

Þá eru búnings­klefar ekki opnir fyrir gesti líkams­ræktar og grímu­skylda er á göngum og þar sem ekki er unnt að virða tveggja metra regluna. Hver og einn sótt­hreinsar samvisku­sam­lega eftir sig þau tæki sem hann notar.


„Við treystum því að fólk virði þessar reglur og fylgi þeim í einu og öllu,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.