Foreldrar kanni hvar hægt sé að syngja fyrir sælgæti

Sóttvarnayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar um hvernig hægt sé að halda upp á öskudaginn, sem er í næstu viku, á tímum Covid-19 faraldursins. Meðal annars er því beint til fyrirtækja að gefa börnum aðeins sérinnpakkað sælgæti þar sem hverjum og einn verði réttur sinn skammtur.

Farið er yfir reglurnar í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands í dag en rúm vika er í daginn sjálfan, sem er miðvikudaginn 17. febrúar.

Ekki er tekið fyrir að börn komi og syngi, gegn því að fá sælgæti, eins og hefðin hefur verið á öskudaginn en ráðleggingar veittar um hvernig það megi gerast.

Í fyrsta lagi er því beint til foreldrafélaga að halda utan um hvar sé hægt að koma til að syngja. Þá er því beint til fyrirtækja að tiltekinn starfsmaður annist samskiptin við börnin, þau syngi utandyra og aðeins sé boðið sérinnpakkað sælgæti sem sé afhent hverju barni fyrir sig, frekar en þau fari öll með hendurnar ofan í sama ílátið.

Þá eru bæði ungir sem aldnir hvattir til að brjóta upp á hversdagsleikann með að mæta í búningum. Kynningu sóttvarnayfirvalda á öðruvísi öskudegi má nálgast með að smella hér.

Sem fyrr er ekkert virkt Covid-smit þekkt á Austurlandi og enginn í sóttkví.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.