Slegist um loðnuna sem veiðist

Norska loðnuskipið Senior landaði 310 tonnum af loðnu hjá Eskju á Eskifirði í gærdag. Verðið sem fæst fyrir loðnuna er afar hátt þessa stundina en fyrsta loðnan sem norskt skip veiddi hér við fyrr í vikunni var selt á 145 kr. kílóið Í Noregi. Óhætt er að segja að slegist sé um loðnuna sem veiðist.


Lesa meira

Telja ómögulegt að verjast skriðhættunni úr sífreranum í Strandartindi

Búseta hefur verið bönnuð í nágrenni Stöðvarlækjar á Seyðisfirði, við útenda stóru skriðunnar sem féll þar 18. desember, þar sem ekki er talið hægt að reisa þar varnir til að verjast stórum skriðum sem eiga upptök sín ofarlega í Strandartindi. Skriðuhætta er talin aukast með hlýnandi loftslagi.

Lesa meira

Nú eru 170 íbúar Austurlands fullbólusettir

Bólusetning Austlendinga verður fram haldið þessa vikuna á vegum HSA og nú eru 170 íbúar fullbólusettir. Gangi áætlanir eftir munu í vikulokin auk þess 265 hafa fengið fyrri sprautu af tveimur.

Lesa meira

Forsetahjónin heimsækja Seyðisfjörð

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda til Egilsstaða síðar í dag, fimmtudaginn 4. febrúar, og heimsækja Seyðisfjörð á morgun, föstudaginn 5. febrúar.

Lesa meira

Verðmatið á að endurspegla gangverð fasteigna á svæðinu

Ofanfljóðasjóður undirbýr nú að meta verðmæti fjögurra íbúðarhúsa á Seyðisfirði sem ekki má lengur búa í vegna skriðuhættu. Samkvæmt lögum um ofanflóðavarnir skal verðmætið miðast við kaupverð sambærilegra húseigna á staðnum.

Lesa meira

Stjórnarskipti framundan hjá Ungt Austurland

Stjórnarskipti eru framundan hjá Ungt Austurland á aðalfundi félagsins annað kvöld. Guðný Helga Grímsdóttir formaður stjórnar félagsins gefur ekki kost á sér sem og fleiri í núverandi stjórn.


Lesa meira

SVN gefur tæki til sjúkrahússins í Neskaupstað

Síldarvinnslan (SVN) hefur gefið Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað nýtt tæki til notkunar á endurhæfingadeild þess. Tækið er göngu- og hlaupabretti ekki ósvipað brettunum á líkamsræktarstöðvum en það er með mjög nákvæmum hraðastillingum og hentar vel við endurhæfingu margra sjúklinga.
 

Lesa meira

Umferð dróst mest saman á Austurlandi

Umferðin á Hringveginum í janúar dróst mest saman á Austurlandi eða 13,5% miðað við sama mánuð í fyrra. Hinsvegar jókst umferðin í heild á Hringveginum milli ára í janúar.

 

Lesa meira

66 Austfirðingar bólusettir þessa vikuna

66 skammtar af bóluefni frá Pfizer/BioNTech bárust Heilbrigðisstofnun Austurlands í þessari viku. Þar með hafa ríflega 400 Austfirðingar hafið bólusetningu.

Lesa meira

Þrír GPS mælar komnir upp

Veðurstofan hefur lokið við að koma upp þremur GPS-mælitækjum í hlíðinni ofan sunnanverðs Seyðisfjarðar til að kanna jarðshreyfingar þar.

Lesa meira

SÍ leitar rekstraraðila fyrir Hulduhlíð og Uppsali

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa auglýst eftir viðræðum við aðila, fyrirtæki, félög eða stofnanir í þeim tilgangi að taka við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsölum á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.