Fyrsta loðnulöndunin í þrjú ár

Um helgina landaði grænlenska skipið Polar Amaroq tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði. Starfsmenn Tandrabergs ehf. hófu löndunina snemma um morguninn og lauk henni um kvöldið. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár.
 

Lesa meira

Vinna við frágang varnargarða gengur vel

Hreinsunarstarf á Seyðisfirði er í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarðanna gengur vel. Það er lítur að öryggisþætti þeirra er að mestu lokið.

Lesa meira

Dæmalaus upplifun að koma ofan í skriðusárið

Fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands segir merkilegt að skoða ummerkin eftir stóru skriðuna sem féll á Seyðisfjörð þann 18. desember síðastliðinn. Verið er að endurmeta alla skriðuhættuna í sunnanverðum Seyðisfirði.

Lesa meira

Áframhaldandi aðgæsla skilar að lokum meira frjálsræði

Enginn er með virkt Covid-19 smit né í sóttkví á Austurlandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til að sýna áfram aðgæslu því góður árangur leiði að lokum til frjálsræðis.

Lesa meira

Rakel Kristinsdóttir nýr aðalbókari hjá SVN

Rakel Kristinsdóttir hefur verið ráðin sem nýr aðalbókari hjá Síldarvinnslunni (SVN). Hún tekur við stöðunni af Auði Hauksdóttur sem starfað hefur hjá SVN í 30 ár þar af síðustu 20 árin sem aðalbókari.

Lesa meira

Samtakamáttur Seyðfirðinga lykilatriði í uppbyggingunni

Fulltrúi í heimastjórn Seyðisfjarðar segir jákvæðni og samstöðu lykilatriði í uppbyggingu byggðarinnar eftir skriðuföllin þar í desember. Hann hvetur sveitunga sína til að nýta þá aðstoð sem í boði er við að vinna úr eftirköstum áfallanna.

Lesa meira

Átta skip leita nú að loðnu

Nú stendur yfir umfangsmikill leiðangur á vegum Hafrannsóknastofnunar með það að markmiði að mæla stærð hrygningarstofns loðnu. Alls eru átta skip að leita að loðnu þessa stundina en leitinni lýkur um eða eftir komandi helgi.

Lesa meira

Vara við miklum snjó á þaki Fjarðabyggðarhallar

Mikil snjór hefur safnast fyrir á þaki íþróttahússins Fjarðabyggðarhallarinnar á Reyðarfirði að undanförnu.  Vel er fylgst með stöðunni í vegna þessa og unnið hefur verið að því að moka í burtu snjónum, eins og hægt er. 

Lesa meira

Skapandi sumarstörf slegin af

Í tillögu sem samþykkt var á síðasta fundi byggðaráðs Múlaþings er verkefnið Skapandi sumarstörf slegið af í ár, að minnsta kosti í núverandi mynd.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.