Klára að hreinsa svæðið þar sem Breiðablik stóð

Í verkefnaáætlun fyrir Seyðisfjörð fram til 12. febrúar kemur fram að ætlunin er að klára að hreinsa svæðið þar sem Breiðablik stóð. Hreinsa á svæðið þar sem Framhúsið stóð og byrja á hreinsun í Slippnum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar kemur einnig fram að klára eigi að hreinsa Tækniminjasafnið ofan við veg og loka því og halda svo áfram með tækniminjasafnið neðan vegar.

Hvað vinnu við varnargarða varðar segir að mokað verði upp úr damminum í Búðaránni, tvímokstur, akstur geymdur meðan er þýða.

Verið er að vinna í görðunum ofan við Slippinn, en þar er mikið umframefni þar sem þarf að fjarlægja. Einnig segir að verið sé að vinna að hönnun á svæðinu milli Fossgötu og Búðarár og ræsi undir Hafnargötu.
 
Þá er munahreinsun Í fullum gangi. Silfurhöllin er búin, og Framhúsið er næst. Vinna er í gangi við flokkun muna úr Tækniminjasafninu.

Mynd: Ingólfur Haraldsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.