Varaafl keyrt á Vopnafirði

Íbúar á Vopnafirði fá nú rafmagn, framleitt með varaafli vegna bilunar á Vopnafjarðarlínu. Notast hefur verið við varaaflið síðan á fimmta tímanum í nótt og verður fram eftir degi.

Rafmagnið fór af á Vopnafirði klukkan 3:30 í nótt. Á heimasíðu Landsnets kemur fram að bilun hafi orðið á Vopnafjarðarlínu, en fyrirtækið varaði við hættu á rafmagnstruflunum vegna ísingarveðurs í gær.

Þess er beðið að veðrinu sloti þannig hægt verði að finna og gera við bilunina. Því er búist við að notast verði við varaaflið fram eftir degi.

Samkvæmt upplýsingum frá bilanavakt Rarik voru allir notendur á Vopnafirði komnir með rafmagn um klukkan hálf fimm í nótt. Keyrslan gengur vandræðalaust en Vopnfirðingar eru þó beðnir um að fara sparlega með rafmagnið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.