Landsbankinn flytur á Djúpavogi

Afgreiðsla Landsbankans á Djúpavogi hefur tekið til starfa í verslunar- og þjónustukjarnanum að Búlandi 1.

 

Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbankans. Þar segir að Kjörbúðin, Íslandspóstur og Vínbúðin séu einnig til húsa að Búlandi 1. Afgreiðslutími bankans er óbreyttur og hraðbanki verður aðgengilegur á opnunartíma Kjörbúðarinnar.

Í tilkynningu bankans segir að sífellt fleiri nýti sér stafræna þjónstu bankans. Þar sem eldra húsnæði að Markarlandi 1 hafi verið orðið óþarflega stórt hafi verið ákveðið að flytja afgreiðsluna í hagkvæmari og hentugri húsakynni. Samhliða þessum breytingum lýkur samstarfi Landsbankans við Íslandspóst á Djúpavogi.

„Við tökum áfram vel á móti viðskiptavinum okkar á Djúpavogi þar sem veitt verður öll almenn gjaldkeraþjónusta, svo sem reiðufjárþjónusta, virkjun á rafrænum skilríkjum og fleira, auk þess sem starfsfólk mun sem fyrr aðstoða viðskiptavini við að nýta sér stafræna þjónustu bankans," segir í tilkynningunni.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.