Heitavatnslaust á Eskifirði í nótt

Heitavatnslaust verður í húsum utan við Grjótá á Eskifirði aðfaranótt þriðjudagsins 16. febrúar vegna vinnu við stofnlögn.

Á vefsíðu Fjarðabyggðar segir að færa þarf lögnina til bráðabirgða vegna vinnu við ofanflóðavarnir í Lambeyrará sem nú standa yfir. Skrúfað verður fyrir heitavatnið klukkan 22:00 í kvöld 15.febrúar og mun vinna standa fram eftir nóttu, en áætlað er að verkið taki að minnsta kosti 8 klukkustundir.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.