Heimastjórn sátt við breytingar í Berufirði

Heimastjórn Djúpavogs gerir ekki athugasemdir við tilkynningu Fiskeldis Austfjarða vegna fyrirhugaðra breytinga á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Berufirði, sé skilyrðum laga og reglugerða mætt.

Þetta kemur fram í fundargerð af fundi heimastjórnarinnar í morgun. Um var að ræða eina málið á dagskrá fundarins.

„Jafnframt fagnar Heimastjórn áframhaldandi uppbygginu í tengslum við fiskeldi á svæðinu,“ segir einnig í fundargerðinni.

Fyrr í mánuðinum gaf Umhverfisstofnun út tillögu að nýju starfsleyfi til Fiskeldis Austfjarða vegna eldis í Berufirði. Þar kemur fram að starfsleyfið tekur til framleiðslu á 9.800 tonnum af laxi frjóum eða ófrjóum í Berufirði. Starfsleyfið nær til þriggja staðsetninga í Berufirði þ.e. við Svarthamar, Hamraborg og Hamraborg

Með gildistöku þessa starfsleyfis fellur úr gildi eldra starfsleyfi Fiskeldi Austfjarða hf. í Berufirði frá 4. október 2012, fyrir framleiðslu á allt að 6.000 tonnum af laxi og 2.000 tonnum af regnbogasilungi á ári.

Mynd: ust.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.