Hætt við gullleit

gulleitarsvaedi_web.jpgÁstralska námafyrirtækið Platina Resources hefur hætt við fyrirhugaða gullleit á Austurlandi. Það útilokar samt ekki að koma aftur síðar.

 

Lesa meira

Munkarnir þakka guði fyrir að áfengi er alltof dýrt á Íslandi

petur_kovasik_og_petur_fintor_munkar_web.jpgMunkarnir þrír sem búa á Kollaleiru í Reyðarfirði segjast hafa nóg til alls. Þeir segja að Íslendingar hafi farið illa með verðmæti áður en efnahagslífið hrundi og eru ánægðir með þá breytingu sem virðist vera að verða á þjóðinni. Íslendingar leiti nú í auknu mæli í trúna.

 

Lesa meira

Austurland á Menningarnótt

Markaðsstofa Austurlands er meðal þátttakenda í Menningarnótt í Reykjavík á morgun. Austfirska dagskráin verður í Íslandstjaldinu við Geirsgötu 9.

 

Lesa meira

Rokkaðri Bræðsla en oft áður - MYNDIR

braedslan_0101_web.jpgMetfjöldi sótti tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystri í lok júlí. Tónlistin var rokkaðri en oft áður.

 

Lesa meira

Sögusýning á Höfn í Hornafirði um Svavar Guðnason listmálara

svavar_gudna.jpgSögusýningin „Bandamaður náttúrukraftanna“ um Svavar Guðnason listmálara opnar laugardaginn 4. september í „Kaupfélagshúsinu“ eða öðru nafni Kaupmannshúsi Ottós Tuliniusar á Höfn í Hornafirði. Sýningin er unnin af Huldu Rós Sigurðardóttur menningar- og listfræðingi en hún hefur undanfarið unnið að meistaraverkefni sínu um listamanninn.

 

Lesa meira

Egill Jónsson nýr skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar

Egill Jónsson tekur við stöðu skólastjóra Tónskóla Neskaupstaðar í byrjun næsta mánaðar af Ágústi Ármann Þorlákssyni. Ágúst hefur starfað við skólann í 34 ár en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði.

 

Lesa meira

Sparifataklæddir flokksstjórar

vinnuskoli_floksstjorar_0004_web.jpgFlokksstjórar í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs breyttu um stíl seinasta vinnudaginn. Flokksstjórarnir mættu þá íklæddir sínu fínasta pússi og óku í hóp á tækjum sínum, til dæmis sláttuvélum, um götur Egilsstaða.

 

Lesa meira

Styrktarleikur Rafns Heiðdals: Fyrir mestu að lifa þetta af

rabbi_agodaleikur_0113_web.jpg Rafn Heiðdal, knattspyrnumaður frá Djúpavogi, þakkaði stuðninginn eftir ágóðaleik sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir hann seinasta föstudagskvöld. Rafn hefur í sumar barist við krabbamein og heldur þeirri baráttu áfram.

 

Lesa meira

Fellamenn fögnuðu sigri á hverfaleikum - MYNDIR

ormsteiti_dagur1_0005_web.jpgFellamenn fögnuðu sigri á hverfaleikum Ormsteitis á föstudagskvöld. Keppt er í óhefðbundnum íþróttagreinum á milli hverfa á Fljótsdalshéraði á Vilhjálmsvelli. Keppnin markar upphaf héraðshátíðarinnar Ormsteitis.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.