Hætt við gullleit

gulleitarsvaedi_web.jpgÁstralska námafyrirtækið Platina Resources hefur hætt við fyrirhugaða gullleit á Austurlandi. Það útilokar samt ekki að koma aftur síðar.

 

Platina óskaði í byrjun sumar eftir rannsóknarleyfi á nær öllu Austurlandi. Að því er segir í frétt RÚV var Orkustofnun að því komin að gefa leyfið út þegar umsóknin var dregin til baka.

Ástæðan er sögð að vel hafi gengið með verkefni heima í Ástralíu og fyrirtækið ætli að einbeita sér að þemi. Til greina komi að leita á Íslandi síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.