Hætt við gullleit

gulleitarsvaedi_web.jpgÁstralska námafyrirtækið Platina Resources hefur hætt við fyrirhugaða gullleit á Austurlandi. Það útilokar samt ekki að koma aftur síðar.

 

Platina óskaði í byrjun sumar eftir rannsóknarleyfi á nær öllu Austurlandi. Að því er segir í frétt RÚV var Orkustofnun að því komin að gefa leyfið út þegar umsóknin var dregin til baka.

Ástæðan er sögð að vel hafi gengið með verkefni heima í Ástralíu og fyrirtækið ætli að einbeita sér að þemi. Til greina komi að leita á Íslandi síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar