Munkarnir þakka guði fyrir að áfengi er alltof dýrt á Íslandi

petur_kovasik_og_petur_fintor_munkar_web.jpgMunkarnir þrír sem búa á Kollaleiru í Reyðarfirði segjast hafa nóg til alls. Þeir segja að Íslendingar hafi farið illa með verðmæti áður en efnahagslífið hrundi og eru ánægðir með þá breytingu sem virðist vera að verða á þjóðinni. Íslendingar leiti nú í auknu mæli í trúna.

 

Þar búa í dag David Tencer, Pétur Kovásik og Pétur Fintor af Kapúsínareglu. Kollaleiruklaustrið er eina karlaklaustrið á Íslandi. Sóknarbörnin eru 5-600 talsins og fara munkarnir daglega um starfssvæðið sem nær yfir allan Austlendingafjórðung.

Pétur segir í viðtali við Austurgluggann að að í dag sé „fólk að leita í trúna“ og tekur eftir aukningu eftir að efnahagskreppan skall á. Pétur segir mikilvægt fyrir fólk að hafa trú og leita til trúarinnar og er jákvæður í garð annarra trúfélaga.

Þeir segja að Íslendingar hafi farið illa með peninga og verðmæti, til dæmis hent miklu af mat, áður en kreppan skall á. Þeir fá 34 þúsunr krónur útborgaðar til einkaneyslu en þurfa ekki borga húsnæði, rafmagn og mat.

Þrátt fyrir að margir myndu telja naumt skammtað segir Pétur að 34.000 krónur séu nægur peningur fyrir sig „guð lofaði að ég yrði alltaf með nóg og ég er alltaf með nóg“.

Þeir senda töluvert af peningum í góðgerðamál, til dæmis gáfu þeir myndarlegan fjárstyrk til góðgerðamála á Haíti eftir náttúruhamfarirnar þar í landi.

Þeir fara einnig einu sinni á barinn á ári og fá sér kannski einn til tvo bjóra en í því samhengi vill Pétur (hlæjandi) „þakka guði fyrir að áfengi sé alltof dýrt á Íslandi“.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.