Styrktarleikur Rafns Heiðdals: Fyrir mestu að lifa þetta af

rabbi_agodaleikur_0113_web.jpg Rafn Heiðdal, knattspyrnumaður frá Djúpavogi, þakkaði stuðninginn eftir ágóðaleik sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir hann seinasta föstudagskvöld. Rafn hefur í sumar barist við krabbamein og heldur þeirri baráttu áfram.

 

Leikmönnum var skipt í tvö lið, ungir á móti gömlum. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson stýrði eldra liðinu og lék í vörn þess stóran hluta síðari hálfleiks. Yngra liðinu stýrði Guðlaugur Guðjónsson sem þjálfari Rafn hjá Neista í yngri flokkum og síðar Hetti í meistaraflokki.

rabbi_agodaleikur_0032_web.jpg Leikmenn keyptu sig inn í liðinu og gátu síðar keypt sér bæði víta- og aukaspyrnur til að fjölga marktækifærum. Fyrsta markið kom úr slíkri spyrnu sem Hilmar Gunnlaugsson keypti og tók en tvær spyrnur fóru síðar í súginn.

Undir lok leiksins var allt yngra liðið sent inn á til að reyna að jafna en eldra liðið var þá 3-1 yfir. Það tókst, þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðar eldra liðsins, Magnúsar Jónassonar.

Yngra liðið vann síðan í vítaspyrnukeppni en það var Rafn sjálfur sem tók fyrstu spyrnu þess og skoraði úr henni.

rabbi_agodaleikur_0110_web.jpgRafn, sem er 23ja ára Djúpavogsbúi, ávarpaði gesti í leikslok og þakkaði þeim fyrir stuðninginn. Krabbameinið greindist í byrjun sumars og hefur hann síðan verið í lyfja- og geislameðferðum sem halda áfram. „Það er fyrir mestu að lifa þetta af,“ sagði hann í leikslok.

Um þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust á leiknum, fyrir utan fé sem austfirsk fyrirtæki gáfu til söfnunarinnar. Hægt er að styrkja Rafn með að leggja inn á reikning 1147-05-401910 á kennitölu 191087-3729.

rabbi_agodaleikur_0003_web.jpgrabbi_agodaleikur_0013_web.jpgrabbi_agodaleikur_0037_web.jpgrabbi_agodaleikur_0073_web.jpgrabbi_agodaleikur_0080_web.jpgrabbi_agodaleikur_0100_web.jpgrabbi_agodaleikur_0104_web.jpgrabbi_agodaleikur_0107_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.