Austurland á Menningarnótt

Markaðsstofa Austurlands er meðal þátttakenda í Menningarnótt í Reykjavík á morgun. Austfirska dagskráin verður í Íslandstjaldinu við Geirsgötu 9.

 

Séraustfirska dagskráin verður á milli klukkan fjögur og fimm. Þar verður meðal annars tískusýning frá Arfleið, ljóðalestur Sigurðar Ingólfssonar og tónlist Bjartmars Guðlaugssonar.

Að auki verður málað sjö metra langt landslagsmálverk, Ísafold, af sjö listamönnum víðsvegar af landinu. Vinna við verkið hefst kl. 13:00 og lýkur um áttaleytið. Gestir og gangandi eru hvattir til að setja mark sitt á verkið.

Austfirska dagskráin:

16.00 Jón B. Guðlaugsson kynnir dagskrá Austurlands.
Vetrarferðir, vetraríþróttir, vetrarhátíðir, austfirskar krásir og skoskur draugur!
16.05 Tískusýning frá „Arfleifð-Heritage from Iceland“. Sýning á hágæða töskum, fylgihlutum og fatnaði úr íslenskum hráefnum.
16.20 Sigurður Ingólfsson les ljóð úr bókum sínum Dúett og Þrjár sólir og kynnir starfsemi helstu menningarstofnana Austanlands.
16.35 Bjartmar Guðlaugsson frá Eiðum flytur lög af nýútkomnum geisladiski.
16.45 Jón B. Guðlaugsson minnist Hákonar Aðalsteinssonar skálds og les nokkur ljóða hans. Einnig verður spiluð upptaka af eigin lestri Hákonar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.