Rokkaðri Bræðsla en oft áður - MYNDIR

braedslan_0101_web.jpgMetfjöldi sótti tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystri í lok júlí. Tónlistin var rokkaðri en oft áður.

 

Fyrst á svið var hljómsveitin Of Monsters and Men, sem sigraði í Músiktilraunum. Þau stóðu sig ágætlega. Seinasta lagið, sem var nýtt, var sérstaklega flott.

braedslan_0117_web.jpgKK og Ellen komu næst. Þau smellpössuðu inn í kassagítarpartýstemmninguna sem einkennir Bræðsluhelgina, raulandi lög sem allir kunna og geta sungið með. Það heyrðist meðal annars í lögum eins og Einhvers staðar, einhvern tíman aftur. Með þeim á svið kom trommuleikari 200.000 naglbíta sem hristi tambúrínu sem þétti lög KK verulega.

braedslan_0241_web.jpgBreska sveitin Fanfarlo byrjaði af krafti með flotti bítí en lögin runnu saman þegar á leið. Aðeins eitt laga þeirra hefur orðið verulega vinsælt hérlendis, sem kann að hafa haft áhrif. Þau hafa líka bara gefið út eina breiðskífu þannig prógrammið er kannski ekki orðið mjög stórt. Þegar uppi stóð voru lögin heldur keimlík.

braedslan_0258_web.jpg 200.000 naglbítar hristu upp í liðinu og forsprakkinn Villi hentist út um allt svið. Stundum heldur maður að Naglbítarnir séu vanmetnir í íslenskri tónlistarsögu. Það heyrist ekki mikið í þeim dagsdaglega en þeir komu vel út í könnun sem gerð var í fyrr á 100 bestu plötum Íslandsssögunnar. Naglbítarnir frumfluttu eitt nýtt lag til að kanna hvernig gestum litist á það. Viðbrögðin voru góð. „Þá höldum við áfram að semja fleiri lög,“ sagði Villi.

braedslan_0076_web.jpg Rokkhljómsveitin Dikta, sú heitasta á landinu undanfarið ár, lauk tónleikunum. Hljómsveitin stóð sig virkilega vel en gerði samt kannski ekki nóg til að verða eftirminnilegasta Bræðsluband ársins 2010. Rokkbönd á borð við Naglbítana og Diktu hafa samt verið fáséð á Bræðslunni til þessa.

braedslan_0032-1_web.jpgBræðslan er svo miklu meira en bara tónleikarnir. Fyrir utan Bræðsluna stendur fjöldi fólks sem hefur komið í heimsókn og hlustar þar, fyrir utan þá sem hlusta í útvarpinu. Á tjaldstæðunum eru gítarpartý framundir morgun. Kvöldin á undan eru fleiri tónleikar og á laugardeginum tískusýning.

braedslan_0034-1_web.jpg Allt fer fram í friði. Ég held alltaf upp á söguna af ljósmyndaranum (ekki ég) sem gleymdi rándýrum græjunum sínum úti að kvöldi. Hann vaknaði í sjokki en gat gengið að dótinu sínu þar sem hann hafði óvart skilið það eftir kvöldið áður.

  Í ár mættu 2500-3000 manns og hafa aldrei verið fleiri. Lögreglan hafði ekkert að gera. Þegar nokkrir ætluðu að fara að æsa sig upp var þeim boðið upp á hákarl og bland í poka og allt róaðist. 

braedslan_0035-1_web.jpgbraedslan_0041-1_web.jpg

braedslan_0058_web.jpgbraedslan_0059_web.jpgbraedslan_0069_web.jpgbraedslan_0072_web.jpgbraedslan_0077_web.jpgbraedslan_0078_web.jpgbraedslan_0079_web.jpgbraedslan_0089_web.jpgbraedslan_0125_web.jpgbraedslan_0132_web.jpgbraedslan_0155_web.jpgbraedslan_0201_web.jpgbraedslan_0243_web.jpgbraedslan_0252_web.jpgbraedslan_0269_web.jpgbraedslan_0278_web.jpgbraedslan_0292_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.