Egill Jónsson nýr skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar

Egill Jónsson tekur við stöðu skólastjóra Tónskóla Neskaupstaðar í byrjun næsta mánaðar af Ágústi Ármann Þorlákssyni. Ágúst hefur starfað við skólann í 34 ár en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði.

 

Egill hefur sjálfur langa reynslu af kennslu og stjórnun. Hann var skólastjóri Tónskóla Hafnarkauptúns og síðar Tónlistarskóla Austur-Skaftafellssýslu 1979-1986, skólastjóri Tónskóla Neskaupstaðar 1995-6 og Tónlistarskóla Fljótsdalshéraðs 2005-6.

Í bókun fræðslu- og frístundanefndar Fjarðabyggðar er líst ánægju með ráðningu Egils og Ágústi færðar þakkir fyrir frábært starf við Tónskóla Neskaupstaðar og mikilvægt framlag til skóla- og menningarlífs í Fjarðabyggð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.