Talið að um tvö tonn af lýsi hafi endað í höfninni

Talið er að um tvö tonn af lýsi hafi farið í höfnina á Fáskrúðsfirði í mengunaróhappi fyrir tæpum tveimur vikum. Umhverfisstofnun fór fram á að fjaran yrði vöktuð en best sé að láta náttúruna brjóta niður efnið.

Lesa meira

Kærleikssveit býður upp á knús á Eistnaflugi

Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefst á Norðfiðri í kvöld en fyrstu gestirnir mættu á svæðið á mánudag. Eftir erfitt ár í fyrra veltur framtíð hátíðarinnar á aðsókninni í ár. Framkvæmdastjórinn, sem jafnframt er nýráðinn bæjarstjóri í Fjarðabyggð, er bjartsýnn enda sól í heiði.

Lesa meira

Hallormsstaður heitasti staður landsins í júní

Hæsti meðalhiti á landinu í nýliðnum júnímánuði var á Hallormsstað. Mánuðurinn var sá næst heitasti sem mælst hefur á Dalatanga í 80 ára sögu veðurathugana þar.

Lesa meira

Verðmætasti farmur norðfirsks fiskiskips

Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað á sunnudagskvöld eftir að hafa verið í veiðum í Barentshafi frá því í lok apríl. Skipið með 500 tonn af frystum afurðum sem metnar eru á um 380 milljónir króna og mun vera verðmætasti farmur sem fiskiskip frá Norðfirði hefur komið með að landi.

Lesa meira

Sjómanni bjargað á Héraðsflóa

TF-Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar, bjargaði sjómanni eftir að eldur kom upp í báti hans á Héraðsflóa á þriðja tímanum í dag. Sjómaðurinn er við góða heilsu eftir atvikið.

Lesa meira

Karl Óttar nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson, lögmaður hjá Arion banka, hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Frá ráðningunni var gengið á fundi bæjarráðs í morgun.

Lesa meira

„Aldrei staðið til að fela eitt né neitt“

Til stendur að veita bæjarfulltrúum á Fljótsdalshéraði aðgang að gögnum er varða áætlanir um nýja fráveitu í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellum. Meirihlutinn í bæjarstjórn telur rétt að stíga varlega til jarðar þar sem um gögn einkahlutafélags sé um að ræða. Tillögu minnihlutans um að vanhæfi bæjarfulltrúa til meðferðar málsins yrði kannað var vísað frá á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Lesa meira

Báðir skálarnir firnastórir

Byggingar að Stöð í Stöðvarfirði, sem taldar eru vera frá því fyrir landnám, eru stærri en áður var haldið. Efniviður virðist vera þar til rannsókna tíu ár til viðbótar.

Lesa meira

Varað við hvassviðri í dag

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun til ferðalanga á leið um Austurland í dag vegna hvassviðris sem er á leiðinni.

Lesa meira

Sverrir Mar gefur kost á sér til formanns ASÍ

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, hefur lýst yfir framboði til formanns Alþýðusambands Íslands. Núverandi formaður, Gylfi Arnbjörnsson, gaf nýverið út að hann sæktist ekki eftir endurkjöri á þingi sambandsins í haust.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.