Sjómanni bjargað á Héraðsflóa

TF-Sýn, þyrla Landhelgisgæslunnar, bjargaði sjómanni eftir að eldur kom upp í báti hans á Héraðsflóa á þriðja tímanum í dag. Sjómaðurinn er við góða heilsu eftir atvikið.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust neyðarboð frá sjómanninum á þriðja tímanum í dag en samkvæmt fyrstu boðum var báturinn sokkinn. Maðurinn, sem var einn um borð, komst í björgunarbát og og gat látið vita af sér.

Þyrlan var við leit á Melrakkasléttu en áhöfn hennar var þegar í stað beðin um að fljúga í austur. Rúmum hálftíma eftir að boðin bárust var búið að hífa manninn um borð í þyrluna.

Aðstæður til björgunar á flóanum voru góðar, að því fram kemur í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Eldur logaði enn í bátnum þegar þyrlan fór af slysstað. Hún lenti á Egilsstöðum um klukkan fjögur.

Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar