Varað við hvassviðri í dag

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun til ferðalanga á leið um Austurland í dag vegna hvassviðris sem er á leiðinni.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að vaxandi lægð fari norður fyrir Austurland í dag. Henni fylgi norðvestan-átt, sérstaklega á Norðausturland frá því síðdegis og fram eftir kvöldi.

Veður verði byljótt og hviður geti farið upp í 25-30 m/s til dæmis í Jökulsárhlíð og sums staðar norðan til á Austfjörðum.

Akstursskilyrði fyrir ökutæki með aftanívagna sem og önnur ökutæki sem taka á sig mikinn vind geta því verið varasöm.

Úr vindinum dregur í kvöld og á nótt og á morgun er gert ráð fyrir allt að 18 stiga hita eystra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.