Leitað að brennuvargi í Neskaupstað

Lögreglan á Austurlandi leitar að upplýsingum um íkveikju á gömlu leikskólalóðinni í Neskaupstað í fyrrakvöld. Mynd af verknaðinum hefur gengið á samfélagsmiðlum en af henni er ekki hægt að greina hver var að verki.

Lesa meira

Vilja ákvörðun um Fjarðarheiðargöng í haust

Bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar leggur áherslu á að Fjarðarheiðargöng sjáist á nýrri samgönguáætlun sem væntanleg er á Alþingi í haust. Rétt sé að farið verið í göngin strax að loknum Dýrafjarðargöngum.

Lesa meira

Vilja heilsársveg yfir Öxi inn á samgönguáætlun

Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur eðlilegt að ráðist verði í gerð heilsársvegar yfir Öxi í framhaldi af vegabótum í botni Skriðdals. Það sé í samræmi við ályktanir aðalfunda Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).

Lesa meira

Hert umferðareftirlit um helgina

Lögreglan á Austurlandi verður sýnileg á vegum umdæmisins um helgina. Von er á mikilli umferð þar sem tvær stórar hátíðir fara fram, annars vegar Bræðslan á Borgarfirði og hins vegar Franskir dagar á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Jarðir á Héraði í erlendri eigu

Tveir Danir, sem auðgast hafa á matvælaframleiðslu, eiga saman þrjár jarðir á Jökuldal og í Jökulsárhlíð. Eyðibýli í Jökuldalsheið hefur bæst í safn Jim Ratcliffe. Svissneskur bankamaður keypti nýverið jörð í Fljótsdal, samkvæmt samantekt sem vikublaðið Austurglugginn birtir í dag.

Lesa meira

„Þetta er orðin ein stór fjölskylda sem alltaf er jafn gaman að hitta“

„Undirbúningur gengur vel og fyrsti viðburður Bræðsluvikunnar verður í Fjarðaborg í kvöld þar sem boðið verður upp á Borgfirskan tónlistarbræðing og barsvar. Svo rekur hver viðburðurinn annan fram að tónleikunum sjálfum á laugardagskvöldið,“ segir bræðslustjórinn Áskell Heiðar Ásgeirsson, en dagskrá Bræðsluvikunnar hefst formlega í kvöld.

Lesa meira

Sex mánaða fangelsi fyrir hnífsstungu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að stinga annan með hníf. Refsingin er ákveðin með hliðsjón af brotasögu þess dæmda.

Lesa meira

Grunur um að tveimur konum hafi verið byrluð ólyfjan

Lögreglan á Austurlandi hefur til skoðunar tvö mál frá þeirri helgi sem Eistnaflug var haldið í Neskaupstað þar sem grunur er um að konum hafi verið byrluð ólyfjan. Yfirlögregluþjónn segir málin alvarleg en erfið í rannsókn.

Lesa meira

„Allt sem er án leyfa er ekki gott“

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar fagna hertu eftirliti með heimagistingu, meðal annars í ljósi nýrra talna um að óskráð heimagisting hafi hvergi aukist jafn mikið og í fjórðungnum. Formaður Ferðamálasamtaka Austurlands segir að starfsemi án leyfa komi niður á þeim sem fari eftir reglum.

Lesa meira

Fyrstu makrílfarmarnir komnir til Austfjarða

Fyrsti makrílaflinn til Austfjarða á þessari kom til Vopnafjarðar í síðustu viku. Sá fyrsti til Norðfjarðar kom í gær og skip fleiri útgerða eru farin til veiða.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.