Leitað að brennuvargi í Neskaupstað

Lögreglan á Austurlandi leitar að upplýsingum um íkveikju á gömlu leikskólalóðinni í Neskaupstað í fyrrakvöld. Mynd af verknaðinum hefur gengið á samfélagsmiðlum en af henni er ekki hægt að greina hver var að verki.

„Lögregla var kölluð til í fyrrakvöld ásamt slökkviliði. Þegar við komum á staðinn var maður búinn að slökkva eldinn,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi.

Kveikt var í dekkjarólu á lóð gamla leikskólans á Blómsturvöllum. Húsið var selt í vetur og er því um einkalóð að ræða.

Jónas segir lögregluna enn engar upplýsingar hafa um mögulega gerendur en þeir sem hafa upplýsingar sem nýtast við rannsókn málsins geta hringt í 444-0600 eða sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Jónas segist engar spurningar hafa um frekari tilraunir til að kveikja í hlutum í Neskaupstað en hegðunin að vilja kveikja eld og skemma eignir sé litin alvarlegum augum.

Úr dagbók lögreglunnar er það annað helst að frétta að komið var með skipverja af línubátnum Kap VE sem slasaðist á hendi til Neskaupstaðar um klukkan þrjú í dag.

Mynd af Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.