Fyrstu makrílfarmarnir komnir til Austfjarða

Fyrsti makrílaflinn til Austfjarða á þessari kom til Vopnafjarðar í síðustu viku. Sá fyrsti til Norðfjarðar kom í gær og skip fleiri útgerða eru farin til veiða.

Fyrsti aflinn til Vopnafjarðar var blandaður með síld en á þriðjudag kom Víkingur AK með 600 tonn og Venus í gær með 750 tonn.

Í frétt á vef HB Granda segir að makríllinn sé stór og átulítill. Skipin hafa verið að veiðum suðaustur af Vestmanneyjum. Makríllinn virðist ögn síðar á ferðinni en síðustu ár en fréttir eru af góðri göngu í grænlenskri lögsögu þannig veiðimenn eru bjartsýnir.

Í gær kom Vilhelm Þorsteinsson til Norðfjarðar með fyrsta makrílinn sem berst þangað á vertíðinni. Aflinn var 700 tonn upp úr sjó eða 500 tonn fryst.

Aðalsteinn Jónsson kom til Eskifjarðar í morgun og Guðrún Þorkelsdóttir er á miðunum. Hoffellið frá Fáskrúðsfirði er nýkomið þangað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.