Mikill áhugi á Hellisfirði

Fasteignasali segir mikinn áhuga á jörðinni Hellisfirði í samnefndum firði sem auglýst var til sölu í byrjun vikunnar. Hinir áhugasömu telja það jafnvel kost að ekki sé akvegur í fjörðinn.

Lesa meira

Flúor yfir viðmiðunarmörkum í júní

Flúor mældist yfir viðmiðunarmörkum í sýnum sem tekin voru í Reyðarfirði í júní. Hættara er við að flúorgildin aukist þegar sumrin eru þurr og hlý líkt og verið hefur. Áfram verður fylgst með flúorlosun frá álverinu í Reyðarfirði.

Lesa meira

Lítil áhrif af verkfalli á HSA

Vonast er til að fæðingarþjónusta á umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað skerðist lítið þrátt fyrir að bann við yfirvinnu ljósmæðra gangi í gildi á miðnætti.

Lesa meira

Talið að um tvö tonn af lýsi hafi endað í höfninni

Talið er að um tvö tonn af lýsi hafi farið í höfnina á Fáskrúðsfirði í mengunaróhappi fyrir tæpum tveimur vikum. Umhverfisstofnun fór fram á að fjaran yrði vöktuð en best sé að láta náttúruna brjóta niður efnið.

Lesa meira

„Ég fékk bara gamla fílinginn“

„Júní er fjölmennasti mánuður sem við höfum fengið á tjaldstæðunum síðan talningar hófust árið 2001 og júlí lofar mjög góðu,“ segir Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, aðstoðarskógarvörður og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Hallormsstað.

Lesa meira

Búið að fella tólf tarfa

Búið er að fella tólf hreindýrstarfa á veiðitímabilinu sem hófst á sunnudag. Veiðikvótinn er stærri en nokkru sinni fyrr en hlutfall tarfa í veiðunum hefur dregist saman. Ekki má byrja að veiða kýr fyrr en 1. ágúst.

Lesa meira

Aðstoð við heimferð í fyrsta sinn frá 2001

Virkja þurfti tryggingar hjá Ferðamálastofu til að koma farþegum á vegum Ferðaskrifstofu Austurlands (FA Travel) heim frá Alicante í lok apríl eftir að skrifstofan fór í rekstrarstöðvun. Ekki hefur þurft að grípa til slíkra aðgerða í tæp tuttugu ár.

Lesa meira

„Það verða allir að passa glösin sín“

„Ég er alveg líkamlega búin að jafna mig en sálin er enn voðlega ónýt eftir þessa reynslu,“ segir Margrét Sigurðardóttir, sem var hætt komin eftir að hafa verið byrlað ólyfjan á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi um helgina.

Lesa meira

Sextíu ár frá fyrsta síldarfarminum

Haldið var upp á þann áfanga í Neskaupstað í gær að sextíu ár eru liðin frá því að tekið var á móti fyrsta síldarfarminum í verksmiðju Síldarvinnslunnar. Um leið var minnst þeirra sem látist hafa við störf hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Valdimar O. ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar

Valdimar O. Hermannsson, fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Blönduósbæjar. Gengið var frá ráðningunni fyrir helgi.

Lesa meira

„Aldrei staðið til að fela eitt né neitt“

Til stendur að veita bæjarfulltrúum á Fljótsdalshéraði aðgang að gögnum er varða áætlanir um nýja fráveitu í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellum. Meirihlutinn í bæjarstjórn telur rétt að stíga varlega til jarðar þar sem um gögn einkahlutafélags sé um að ræða. Tillögu minnihlutans um að vanhæfi bæjarfulltrúa til meðferðar málsins yrði kannað var vísað frá á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar