Valdimar O. ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar

Valdimar O. Hermannsson, fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Blönduósbæjar. Gengið var frá ráðningunni fyrir helgi.

Valdimar sat í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árunum 2006 þar til í byrjun þessa árs. Í tengslum við þá setu gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa, svo sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, formaður stjórnar Austurbrúar auk setu í fleiri stjórnum bæði innan fjórðungs sem og á landsvísu.

Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt og stýrði síðast verkefnum fyrir Atvinnuþróunarfélög Eyjafjarðar og Þingeyingar.

Áður starfaði Valdimar í tólf ár sem rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað og um tíma sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.