Valdimar O. ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. júl 2018 14:14 • Uppfært 16. júl 2018 14:14
Valdimar O. Hermannsson, fyrrum formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, hefur verið ráðinn nýr sveitarstjóri Blönduósbæjar. Gengið var frá ráðningunni fyrir helgi.
Valdimar sat í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árunum 2006 þar til í byrjun þessa árs. Í tengslum við þá setu gegndi hann fjölda trúnaðarstarfa, svo sem formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, formaður stjórnar Austurbrúar auk setu í fleiri stjórnum bæði innan fjórðungs sem og á landsvísu.
Valdimar hefur undanfarin tvö ár starfað sjálfstætt og stýrði síðast verkefnum fyrir Atvinnuþróunarfélög Eyjafjarðar og Þingeyingar.
Áður starfaði Valdimar í tólf ár sem rekstrarstjóri hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands í Neskaupstað og um tíma sem forstöðumaður innkaupasviðs HSA.